Kartell Pumo ílát
Kartell
Ítalska fyrirtækið Kartell var stofnað af Giulio Castelli í Mílanó árið 1949. Í dag er Kartell einn stærsti og virtasti framleiðandinn í klassískum vörum úr plasti og eru allaf að toppa sig með nýjum og flottum hönnunum. Kartell vinnur náið með hönnuðum sínum til þess að gera vöruna einstaka í útliti og auðþekkjanalega fyrir alla. Heimsfrægir hönnuðir hafa unnið með Kartell, þar á meðal Philippe Starck, Ron Arad og Piero Lissoni. Þekktustu hönnunarvörurnar frá Kartell eru t.d. Bourgie borðlampinn eftir Ferruccio Laviani og Louis Ghost stóllinn eftir Philippe Starck.
Deila þessari vöru:
Ítalska fyrirtækið
Kartell stofnuðu hjónin Anna Castelli Ferrieri og Guilio Castelli árið
1949 í Mílanó. Upprunalega ætluðu þau aðeins að framleiða aukahluti fyrir bíla
og aðrar smávörur úr plasti en árið 1958 hóf fyrirtækið að framleiða ljósabúnað
og síðar húsgögn. Árið 1988 gáfu þau fyrirtækið tengdasyni sínum, Claudio Luti,
sem hafði bakgrunn í fatahönnun og tísku. Claudio hafði áður starfað hjá
Versace og með ást á fullkomnun og smekklegri hönnun varð þetta nýtt upphaf
Kartell. Hann leitaði eftir samstarfi við hönnuði og arkítekta, eins og
Philippe Starck, Ferruccio Laviani, Patricia Urquiola o.fl., en
þau hafa hannað vörur fyrir fyrirtækið sem í dag eru einkenni Kartell.
Pumo ílátin – Fabio Novembre fékk innblástur sinn við hönnun krukkunnar frá
ítölsku Pumo. Ílátið er margþætt og hentar hvar sem er á heimilinu: í
forstofunni undir lykla og klink, undir skartgripi, sælgæti, blómaskreytingu og
margt fleira.
Once the user has seen at least one product this snippet will be visible.