Frank body | Rose Gold Shimmer Scrub


220gr

Þessi vara er ekki lengur til


Frank body
Frank body

Frank Body er húðvörumerki sem er framleitt í Ástralíu og leggur áherslu á að húðumhirða sé skemmtileg. Öll innihaldsefni eru náttúruleg eða af lífrænum uppruna og næra húðina á áhrifaríkan hátt. Allar Frank Body vörurnar eru framleiddar úr ferskum hráefnum í Melbourne, Ástralíu. Nýmalað og brennt kaffi virkar eins og töfrar á húðina, skrúbbar húðina vel, örvar blóðrásina, eykur kollagen framleiðslu og fjarlægir dauðar húðfrumur. Við lofum silkimjúkri og rakamikilli húð sem að þú munt elska!Deila þessari vöru:

Eini líkamsskrúbburinn sem er bleikur og glitrandi.
Rósagull shimmer skrúbbur sem gerir sturtuferðina mun skemmtilegri. Rose Gold Shimmer Scrub skrúbbar, gefur raka og ljóma allt í einu. Sykurrík og koffínrík formúla sem gefur það slétta og ljómandi húð að þú vilt helst vera buxnalaus.
Þessi skrúbbur hefur selst upp oftar en einu sinni hjá framleiðanda.

Fullkominn fyrir brúðkaup, sumarið, stefnumótið, utanlandsferðir eða þegar þú vilt fá aukinn ljóma í lífið.

Ilmur: Saltkarmellu bollakaka

Helstu innihaldsefni

SHIMMER RYK
Einnig þekkt sem ljómi náttúrunnar. Þessar pínulitlu rósagylltu flögur sitja eftir á líkamanum eftir að þú hefur skrúbbað húðina, þannig húðin verður mjúk og ljómandi

VÍNBERJA OLÍA OG E-VÍTAMÍN
Vínberjaolía gefur raka og E-vítamín verndar. Bæði innhaldsefnin gefa aukinn ljóma og taka hann á næsta stig.

SYKUR & SALT
Sætt og salt. Þessi samsetning dregur úr þurrki og gefur þér mjúka, slétta húð sem þú munt ekki geta staðist.

OLÍA ÚR KAFFI KORG
Leyndarmálið að frískandi húð. Þessi náttúrulega olía sefar, gefur raka og gefur húðinni orku.

Notkunarleiðbeiningar

Skref 1
Afklæddu þig og skelltu þér í sturtu. Þú þarft ekki föt fyrir næstu skref
Skref 2
Þegar húðin er orðin rök skaltu þekja líkamann með shimmer skrúbbnum. Skrúbbaðu með hringlaga hreyfingum í nokkrar mínútur, frá toppi til táar.
Skref 3
Skolaðu af þér skrúbbinn og þurrkaðu þér, sjáðu hvað þú ljómar.
Skref 4
ATH. Þessi skrúbbur er búinn til úr sykri og því getur hann auðveldlega harðnað í snertinu við vatn. Við mælum með að geyma pakkninguna í fjarlægð frá sturtunni og hafa þurrar hendur þegar pakkningunni er innsiglað. Það gæti líka verið sniðugt að hella örlítið af skrúbbnum í litla skál og taka hann með þér í sturtuna

Hentar öllum húðgerðum sem vilja ljóma
Notist 2-3 í viku

This is a preview of the recently viewed products by the user.
Once the user has seen at least one product this snippet will be visible.
Skoðað nýlega