CC body
Fyrsta CC kremið frá Erborian fyrir líkamann. Líkamskremið hefur alla töfrandi og fullkomnandi eiginleika CC kremsins með Centella Asiatica og gefur samstundis sýnilegan árangur svo að húðin verður fallegri allt árið um kring.
CC Body gefur húðinni raka, gerir hana mýkri og sýnilega sléttari. Litarefnin eru vandlega valin til þess að aðlagast öllum húðlitatónum. Kremið bráðnar inn í húðina og gefur ljósri húð fullkomna bronsáferð á meðan það jafnar húðtón og gefur dekkri húðlit ljóma. Húðtónninn verður samstundis jafnari og áferð húðarinnar sléttari án þess að klístrast eða smitast yfir í föt.
Kremið er ekki brúnkukrem. Hentar öllum húðlitum. Prófað undir eftirliti húðsjúkdómalækna.
- Centella asiatica hjálpar við að róa húðina og eykir þægindi
- Glýserín gefur húðinni raka.
Hverjum hentar varan?
Hentar öllum húðtegundum.
Notkunarleiðbeiningar
CC Body er eins auðvelt að bera á sig eins og hvaða líkamskrem sem er!
Notaðu fingurna til að dreifa því á húðina með hringlaga hreyfingum, þar til formúlan umbreytist og liturinn fellur fullkomlega að húð þinni.
Til að fá dýpri og fallegri brons áhrif og fullkomnari áferð skaltu bara setja vöruna aftur á.
Bíddu í nokkrar mínútur áður en þú klæðir þig til að tryggja að liturinn smitis ekki í fötin þín.
CC Body er auðvelt að fjarlægja í sturtu með venjulegri sturtusápu.
Skilmálar
Afhending vöru
Allar pantanir eru afgreiddar næsta virka dag eftir pöntun. Sé varan ekki til á lager mun þjónustufulltrúi hafa samband og tilkynna um áætlaðan afhendingartíma vörunnar. Af öllum pöntunum dreift af Íslandspósti gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar. Heimadecor ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á týndum sendingum eða tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Ef að vara týnist í pósti eða verður fyrir tjóni frá því að að hún er send frá Heimadecor til viðkomandi er tjónið á ábyrgð kaupanda.
Verð á vöru og sendingakostnaður
Öll verð í vefverslun eru með inniföldum vsk, 11% eða 24% eftir því sem við á. Öll verð eru birt með fyrirvara um myndbrengl eða prentvillur og áskilur Heimadecor sér rétt til að hætta við viðskipti hafi rangt verð verið gefið upp. Ef varan en ekki til á lager látum við þig vita og endurgreiðum hafi greiðsla farið fram. Sendingakostnaður bætist við vöru áður en greiðsla fer fram. Hægt er að velja sendingu á næsta pósthús á 995 kr. eða heimsending upp að dyrum á 1.695 kr. Sendingar kostnaður fellur niður ef verslað er fyrir 15.000 kr. eða meira. *ATH. að þetta á ekki við um húsgögn eða tilboðsvörur.
Að skipta og skila vöru
Veittur er 14 daga skilaréttur við kaup á vöru gegn því að framvísað sé sölureikningi sem sýnir með fullnægjandi hætti hvenær varan var keypt. Varan þarf að vera ónotuð, í fullkomnu lagi og í sínum upprunalegu óskemmdu umbúðum þegar henni er skilað. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Við skil á vöru er miðað við upprunalegt verð hennar, nema viðkomandi vara sé á útsölu eða á sértilboði við vöruskil. Þá er miðað við verð vörunnar þann dag sem henni er skilað. Flutnings- og póstburðargjöld eru ekki endurgreidd.
Gölluð vara
Sé vara gölluð er viðskiptavinum boðin ný vara í staðinn og greiðum við allan sendingakostnað sem um ræðir. Eða endurgreiðum ef þess er krafist. Að öðru leiti vísast til laga um húsgöngu og fjarsölusamninga nr.46/2000 og laga um neytendakaup.
Heimadecor áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verð upplýsinga eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis.