Dragðu úr broshrukkum, hrukkum, fínum línum og dökkum baugum og bláma í kringum augun með STYLPRO Radiant Eyes Red Light Therapy gleraugnum. Þessi handfrjálsa lausn er hönnuð til að hjálpa til við að slétta, stinna og þétta húðina með því að nota endurnýjandi rauða LED ljósameðferðartækni sem rannsóknir hafa synt að eykur náttúrulega kollagenframleiðslu djúpt undir húðinni.
Inniheldur
1 x STYLPRO Radiant Eyes Red LED gleraugu
1 x USB hleðslusnúra
1 x leiðbeiningar
Kostir og eiginleikar
Rauð LED ljósameðferð hjálpar til við að auka kollagenframleiðslu húðarinnar, en EMS miðar á vöðvana í kringum augun til að draga úr fínum línum og hrukkum, þétta húðina og getur ýtt undir betra sogæðarennsli. STYLPRO Spec-tacular EMS og Red Light Therapy gleraugun eru með 3 styrkleikastillingar og 2 titringsstillingar og létt hönnun þeirra gera þau mjög þægileg.
Inniheldur
1 x STYLPRO Spectacular EMS & LED Under Eye Glasses
1 x USB hleðslusnúar
1 x hreinsiklútur
1 x leiðbeiningar
Kostir og eiginleikar
EMS og LED rauð ljósameðferðartækni
Dregur sýnilega úr fínum línum, hrukkum, dökkum baugum og þrota í kringum augun
Hjálpar til við að stuðla að aukinni kollagenframleiðslu
Virkar að því að þétta og stinna húðina í kringum augun
Sársaukalaust og aukaverkanalaust
3 styrkleikastillingar – lágt, miðlungs, hátt
2 titringsstillingar – með hléum og samfelldur titringur
USB endurhlaðanlegt
Endurhlaðanleg rafhlaða
Til að hlaða
Settu USB snúruna (meðfylgjandi) í tengið neðst á gleraugunum. Tengdu við rafmagn. Á meðan á hleðslu stendur munu hleðsluljósin blikka rautt. Þegar tækið er fullhlaðin verða hleðsluljósin græn.
Hvernig skal nota gleraugun
Fjarlægðu farðann með olíulausum hreinsi.
Berðu uppáhalds serumið þitt á svæðið undir augum. EMS er minna áhrifaríkt á þurra húð. Ekki nota tækið án serums eða ef serum hefur þornað á húðinni.
Haltu On/Off hnappinum inni til að kveikja á tækinu. Þú munt sjá 1 rautt LED ljós kvikna neðst á tækinu.
Ýttu stutt á On/Off hnappinn til að skipta á milli EMS tíðna. Það eru 2 tíðnistillingar, samfelld og púls.
Til að stilla EMS styrkleikann, ýttu stutt á styrkleikahnappinn. Það eru 3 styrkleikastillingar. Byrjaðu alltaf á styrkleikastillingu 1.
Settu gleraugun á þig og slakaðu á.
Haltu On/Off hnappinum inni til að slökkva á tækinu. Þurrkaðu af með örlítið rökum klút.