Sokkar skata svartir
Sæ:flúr sokkarnir eru sannkölluð íslensk textílhönnun inn að kjarna. Þeir koma í tveimur stærðum 36-39 og 40-46 og henta jafnt dixilmönnum, síldarstúlkum og veðimönnum af öllum kynjum.
Efni: 80% bómull, 17% endurunnið nylon/polymíð og 3% elastín teyjuefni.
Upplýsingar: :Orn Smári er hönnuður Sæ:flúr og dregur innblástur sinn úr hafinu. Ungur var hann sendur vestur á firði þar sem eðlileg afþreying fyrir unga drengi var að sitja saman á bryggjusporðinum og dorga. Að fara með frændum á smáum bát með utanborðsmótor að vitja grásleppuneta var hin mesta upplifun.
Fisksalarnir og sjómennirnir Gísli Ben, pabbi hönnuðarins og Benjamín Jónsson, afi hans hafa haft meiri áhrif en þá grunaði þó svo að :Orn Smári nálgist hráefnið á annan hátt en þeir. Fisksölum fylgdu óteljandi ferðir suður með sjó að sækja ferskan fisk ýmist seint að kvöldi eða eldsnemma að morgni. Uppskipun var með einföldum hætti, beint á pallbílinn, Chevrolet 1952 árgerð og segl strengt yfir.
:Orn Smári gekk í eigin reynslubrunn af síldar-vinnu í Kópavogi um miðjan 7. áratuginn þegar hann hannaði sitt fyrsta frímerki áratugum síðar. Síst átti hann von á að fisksala myndi liggja fyrir honum. Nálgun hans er nokkuð önnur en flökun og nætursöltun, enda bjóða form fisksins, hvort sem það er þorskur, skata eða annar fiskur, upp á endalausa möguleika til mynsturgerðar.
Skilmálar
Afhending vöru
Allar pantanir eru afgreiddar næsta virka dag eftir pöntun. Sé varan ekki til á lager mun þjónustufulltrúi hafa samband og tilkynna um áætlaðan afhendingartíma vörunnar. Af öllum pöntunum dreift af Íslandspósti gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar. Heimadecor ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á týndum sendingum eða tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Ef að vara týnist í pósti eða verður fyrir tjóni frá því að að hún er send frá Heimadecor til viðkomandi er tjónið á ábyrgð kaupanda.
Verð á vöru og sendingakostnaður
Öll verð í vefverslun eru með inniföldum vsk, 11% eða 24% eftir því sem við á. Öll verð eru birt með fyrirvara um myndbrengl eða prentvillur og áskilur Heimadecor sér rétt til að hætta við viðskipti hafi rangt verð verið gefið upp. Ef varan en ekki til á lager látum við þig vita og endurgreiðum hafi greiðsla farið fram. Sendingakostnaður bætist við vöru áður en greiðsla fer fram. Hægt er að velja sendingu á næsta pósthús á 995 kr. eða heimsending upp að dyrum á 1.695 kr. Sendingar kostnaður fellur niður ef verslað er fyrir 15.000 kr. eða meira. *ATH. að þetta á ekki við um húsgögn eða tilboðsvörur.
Að skipta og skila vöru
Veittur er 14 daga skilaréttur við kaup á vöru gegn því að framvísað sé sölureikningi sem sýnir með fullnægjandi hætti hvenær varan var keypt. Varan þarf að vera ónotuð, í fullkomnu lagi og í sínum upprunalegu óskemmdu umbúðum þegar henni er skilað. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Við skil á vöru er miðað við upprunalegt verð hennar, nema viðkomandi vara sé á útsölu eða á sértilboði við vöruskil. Þá er miðað við verð vörunnar þann dag sem henni er skilað. Flutnings- og póstburðargjöld eru ekki endurgreidd.
Gölluð vara
Sé vara gölluð er viðskiptavinum boðin ný vara í staðinn og greiðum við allan sendingakostnað sem um ræðir. Eða endurgreiðum ef þess er krafist. Að öðru leiti vísast til laga um húsgöngu og fjarsölusamninga nr.46/2000 og laga um neytendakaup.
Heimadecor áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verð upplýsinga eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis.