StylPro Smooth Finish
Taktu húðumhirðuna á næsta stig með STYLPRO Smooth Finish.
Smooth Finish er lítið tæki sem notar ultrasonic hátíðnivíbring og jónatækni til að hreinsa húðina og gefa henni raka.
Fullkomið fyrir góða andlitsmeðferð heima, sem veitir húðinni dýpri hreinsun og raka, bætir yfirborð og útlit húðarinnar og gefur náttúrulegan ljóma.
1. Mikilvægt er að nota tækið alltaf með vökva eða kremi. Tækið mun eingöngu virka ef húðin er rök eða blaut.
2. Æskilegt er að nota tækið í um 3-5 mínútur í hvert skipti. Ekki skal nota tækið lengur en í 10 mínútur í senn. Tækið slekkur sjálfkrafa á sér eftir 10 mínútur. Ráðlagt er að nota tækið allt að 5 sinnum í viku.
3. Haldið ykkar venjulegu húðrútínu. Ráðlagt er að nota toner eftir hreinsun.
4. Þrífið og sótthreinsið tækið eftir notkun.
Bætir virkni uppáhalds húðvaranna þinna
Hjálpar til við að losa um fílapensla og draga óhreinindi úr húðinni
Stuðlar að sléttari áferð húðarinnar
Dregur úr fínum línum og mýkir hrukkur
Eykur náttúrulegan andlitsljóma
Hjálpar til við að losa um stíflaðar svitaholur og koma í veg fyrir bólur
Notar jónandi ultrasonic víbring til að komast djúpt inn í húðina
Ultrasonic víbringur stuðlar að auknu blóðflæði og eykur sogæðarennsli
Hjálpar húðinni að taka upp raka og næringarefni
Létt hönnun
Einföld stjórntæki
USB hleðslusnúra
Inniheldur:
1X STYLPRO SMOOTH FINISH
1X Gúmmíhlíf
1X USB hleðslusnúra
Notkunarleiðbeiningar
Fyrir hreinsun:
1. Veljið CLEANSE stillinguna
2. Setjið hreinsi á andlitið
3. Leggið tækið að andlitinu með takkana í átt að andlitinu, staðsetjið svo málmtoppinn á tækinu í ca 45 gráðu halla á andlitið.
4. Ýtið tækinu rólega með vægum þrýsting um andlitið. Mælt er með að ýta tækinu upp og út – frá nefi.
5. Ýtið varlega yfir andlitið eða þau svæði sem skal hreinsa.
6. Fyrir bestan árangur, notið „+“ takkam til að sleppa jákvæðum jónum á meðan hreinsun á sér stað sem hjálpar við að losa óhreinindi úr húðinni.
Fyrir raka:
1. Veljið MOISTURISE stillinguna.
2. Berið rakakrem eða serum á andlitið
3. Snúið tækinu þannig að takkarnarnir snúa frá, setjið málmtoppinn flatann á svæðið sem á að vinna með og rennið því tilbaka – sem rólega þrýstir rakakreminu inn í húðina
4. Fyrir bestan árangur, notið „ – “ takkan til að sleppa neikvæðum jónum, sem hjálpar húðinni þinni að draga í sig raka úr kreminu.
Skilmálar
Afhending vöru
Allar pantanir eru afgreiddar næsta virka dag eftir pöntun. Sé varan ekki til á lager mun þjónustufulltrúi hafa samband og tilkynna um áætlaðan afhendingartíma vörunnar. Af öllum pöntunum dreift af Íslandspósti gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar. Heimadecor ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á týndum sendingum eða tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Ef að vara týnist í pósti eða verður fyrir tjóni frá því að að hún er send frá Heimadecor til viðkomandi er tjónið á ábyrgð kaupanda.
Verð á vöru og sendingakostnaður
Öll verð í vefverslun eru með inniföldum vsk, 11% eða 24% eftir því sem við á. Öll verð eru birt með fyrirvara um myndbrengl eða prentvillur og áskilur Heimadecor sér rétt til að hætta við viðskipti hafi rangt verð verið gefið upp. Ef varan en ekki til á lager látum við þig vita og endurgreiðum hafi greiðsla farið fram. Sendingakostnaður bætist við vöru áður en greiðsla fer fram. Hægt er að velja sendingu á næsta pósthús á 995 kr. eða heimsending upp að dyrum á 1.695 kr. Sendingar kostnaður fellur niður ef verslað er fyrir 15.000 kr. eða meira. *ATH. að þetta á ekki við um húsgögn eða tilboðsvörur.
Að skipta og skila vöru
Veittur er 14 daga skilaréttur við kaup á vöru gegn því að framvísað sé sölureikningi sem sýnir með fullnægjandi hætti hvenær varan var keypt. Varan þarf að vera ónotuð, í fullkomnu lagi og í sínum upprunalegu óskemmdu umbúðum þegar henni er skilað. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Við skil á vöru er miðað við upprunalegt verð hennar, nema viðkomandi vara sé á útsölu eða á sértilboði við vöruskil. Þá er miðað við verð vörunnar þann dag sem henni er skilað. Flutnings- og póstburðargjöld eru ekki endurgreidd.
Gölluð vara
Sé vara gölluð er viðskiptavinum boðin ný vara í staðinn og greiðum við allan sendingakostnað sem um ræðir. Eða endurgreiðum ef þess er krafist. Að öðru leiti vísast til laga um húsgöngu og fjarsölusamninga nr.46/2000 og laga um neytendakaup.
Heimadecor áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verð upplýsinga eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis.